Um mig
Ég heiti Katrín Þórey Ingadóttir og er uppalin Álftanesingur. Skartgripir hafa frá unga aldri verið verið mín ástríða og náði ég að tengja þá inn í framhaldsnámið á Hönnunar- og Markaðsfræðibraut í FG. Að loknu framhaldsnámi tók drauma námið við í Goldschmiedeschule mit Uhrmacherschule í Pforzheim, Þýskalandi. Þaðan útskrifaðist ég sem gullsmiður þann 2. febrúar 2018.
Sumarið 2016 vann ég fyrstu verðlaun í hönnunarkeppni á meðal gullsmíðanemenda. Á meðan á náminu stóð byggði ég upp lítið verkstæði heima sem stækkaði smám saman og er enn að vaxa. Þá fór ég einnig að leggja grunnin að þeim vörum sem ég býð upp á í dag.
Eftir námið flutti ég aftur heim og byrjaði að selja mína eigin skartgripi undir nafninu ''Katrín Þórey Gullsmiður''. Frá hausti 2018 til byrjun 2023 vann ég hjá Siggu og Timo gullsmiðum og tók að mér verktakavinnu hjá þeim til loks 2023.
Skartgripirnir frá mér eru fáanlegir á Genau vinnustofu við Strandötu 43 í Hafnarfirði, einnig er hægt að hafa samband við mig í gengum Facebook, Instagram, E-mail og hér.
Sumarið 2016 vann ég fyrstu verðlaun í hönnunarkeppni á meðal gullsmíðanemenda. Á meðan á náminu stóð byggði ég upp lítið verkstæði heima sem stækkaði smám saman og er enn að vaxa. Þá fór ég einnig að leggja grunnin að þeim vörum sem ég býð upp á í dag.
Eftir námið flutti ég aftur heim og byrjaði að selja mína eigin skartgripi undir nafninu ''Katrín Þórey Gullsmiður''. Frá hausti 2018 til byrjun 2023 vann ég hjá Siggu og Timo gullsmiðum og tók að mér verktakavinnu hjá þeim til loks 2023.
Skartgripirnir frá mér eru fáanlegir á Genau vinnustofu við Strandötu 43 í Hafnarfirði, einnig er hægt að hafa samband við mig í gengum Facebook, Instagram, E-mail og hér.